Almannatryggingar

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 19:14:20 (3977)

1998-02-17 19:14:20# 122. lþ. 69.2 fundur 459. mál: #A almannatryggingar# (endurgreiðsla sérfræðikostnaðar) frv., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[19:14]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vill láta þess getið að reiknað hafði verið með að þessum fundi lyki um klukkan sjö. Forseti hefði viljað freista þess að ljúka þessari umræðu og verður umræðunni því haldið áfram enn um stund til að ganga úr skugga um hvort ekki sé hægt að ljúka henni á skömmum tíma. Ella verður að fresta henni. (Gripið fram í.) Fleiri mál verða ekki tekin fyrir í dag, tímans vegna. Átta mál eru eftir á dagskránni. Við erum þegar komin fram yfir tilsettan tíma og því gefst greinilega ekki tækifæri til að taka fleiri mál fyrir.