Kosningar til sveitarstjórna

Þriðjudaginn 03. mars 1998, kl. 15:27:02 (4275)

1998-03-03 15:27:02# 122. lþ. 76.12 fundur 225. mál: #A kosningar til sveitarstjórna# (heildarlög) frv. 5/1998, Frsm. KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 122. lþ.

[15:27]

Frsm. félmn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem hv. þm. reifaði í ræðu sinni, og leggur til breytingar á í tillögu sinni, orkar vissulega tvímælis og má velta því fyrir sér hvort eðlilegt sé að hafa þennan frest. Svo háttar hins vegar til að þetta frv. var sent hverri einustu sveitarstjórn í landinu til umsagnar. Ég held að það sé rétt munað að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þetta af hálfu sveitarstjórnanna í landinu. Í yfirferð nefndarinnar kom fram að fulltrúar sveitarfélaganna virðast vera sáttir við þennan frest. Meðan svo er leggur nefndin til að þetta verði óbreytt.