Húsnæðismál

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 17:53:57 (4492)

1998-03-09 17:53:57# 122. lþ. 82.16 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[17:53]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst gott að fá svör við þessum spurningum. Þau eru mikilvægt innlegg í umræðuna. Við erum þó búin að fá fram ákveðna umsögn um hver hugsunin er á bak við þessi atriði sem ég gerði sérstaklega að umræðuefni og það var þess vegna, herra forseti, sem ég fór fram á það fyrr í dag þegar menn voru að mínu mati í ómálefnalegri umræðu, að það hefði átt að reyna að komast að samkomulagi um hvernig með þetta mál verður farið. Það verður væntanlega gert á eftir í viðræðum þingflokksformanna og hæstv. forseta. Ég tel að við séum með það mikið alvörumál á ferðinni að við megum ekki, hv. þm. eða hæstv. ráðherrar leyfa okkur að fara út í slíka umræðu þó að mönnum geti alltaf skrikað fótur á hálu svelli.

Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir svörin við þeim spurningum sem ég bar fram. Ég held að hann hafi náð að svara þeim og ég vona að það verði mikilvægt innlegg í umræðuna sem á eftir að verða stíf á komandi dögum og vikum.