Tilboð í smíði rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun

Miðvikudaginn 11. mars 1998, kl. 14:04:35 (4568)

1998-03-11 14:04:35# 122. lþ. 84.4 fundur 493. mál: #A tilboð í smíði rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 122. lþ.

[14:04]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Ég vil aðeins ítreka það sem áður hefur komið fram í umræðum um þetta mál að lægsti tilboðsgjafi hafði gert samning við Slippstöðina á Akureyri um tæknilegt eftirlit og ráðgjöf og það hlýtur því að vera okkur íhugunarefni hvort það var ekki metið sem svo að það tryggði fyrsta flokks vinnu þrátt fyrir lágt tilboð.

Ég held að það sé óhjákvæmilegt að þetta komi fram líka í málinu vegna þess að hér var um það að ræða að íslensk skipasmíðastöð sem við viljum meina að geti skilað 100% fullkomlega samkeppnishæfri vinnu var tilbúin til að taka að sér þessa ráðgjöf og hið tæknilega eftirlit. Það hlýtur að kalla eftir enn þá veigameiri rökum fyrir þeirri niðurstöðu sem varð en þeim sem hér hafa komið fram.