Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 15:32:14 (4721)

1998-03-17 15:32:14# 122. lþ. 89.2 fundur 524. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (vaxtabætur) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[15:32]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held það sé rétt mat hjá hv. þm. að þingmenn leitast hér yfirleitt við að gera sitt besta varðandi þau mál og störf sem hér eru unnin. Svo ég tæpi á því sem nefnt var varðandi töfluverkið í því frv. sem hér er til umræðu. Þar er jú aðeins um eina töflu að ræða og hún er sjálfsagt takmörkuð. Ég vek athygli á að í frv. er vísað í þau töfluverk sem fylgdu frv. hæstv. félmrh. Menn hafa almennt verið sammála um að þessi frv. hljóti að skoðast í samhengi og saman. Í þriðja lagi veit hv. þm. af sinni víðtæku reynslu í nefndastörfum þingsins að af hálfu ráðuneytanna verður engin fyrirstaða að fá þær töflur útreiknaðar fyrir störf nefndarinnar sem þingmenn kjósa.