Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 17:29:07 (4754)

1998-03-17 17:29:07# 122. lþ. 89.2 fundur 524. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (vaxtabætur) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[17:29]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir hlý orð í minn garð og ræðu minnar hér áðan en ég verð að segja að ég næ því ekki alveg enn þá hvernig þeir félagar ætla að leysa þetta með fortíðarvandann. Það er að vísu ein leið eftir. Ég nefndi þrjár áðan. Það er leiðin: ,,Den tid, den sorg.`` Það er mjög fræg íslensk leið og hefur mjög oft verið notuð. Mér sýnist að það eigi bara að salta málið. Hæstv. forseti. Er það ekki sá skilningur sem við hljótum að hafa á svari hæstv. félmrh.?

Aðeins út af orðum hans þá ætla ég bara að ítreka: Er það virkilega hans meining að málið verði afgreitt í þinginu án þess að við fáum skýr svör um breytingar á greiðslumatinu? Það var lykilatriðið sem ég spurði um áðan, fyrir utan ýmis önnur, og þætti vænt um ef hæstv. ráðherra treysti sér til að svara því.