Ríkisstyrktar kaupskipaútgerðir á Norðurlöndum

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 15:26:22 (4871)

1998-03-18 15:26:22# 122. lþ. 90.3 fundur 513. mál: #A ríkisstyrktar kaupskipaútgerðir á Norðurlöndum# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[15:26]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Eins og hv. þm. gat um hefur samgrn. lengi haft áhuga á því að beita sér fyrir aðgerðum sem valda því að hægt verði að styrkja stöðu kaupskipaútgerðar hér á landi. Eins og fram kom í ræðu hans stöndum við frammi fyrir því að í nálægum löndum eru veitt skattaleg fríðindi sem við Íslendingar höfum ekki treyst okkur til að gera. Þessi mál eru nú í athugun enn einu sinni. Jafnframt höfum við í samgrn. haft samráð og samband við Evrópusambandið og erum ásamt þeim að vinna að tillögum til frambúðarlausnar á þessu máli. Ég vil taka undir með hv. þm. að ég tel að nauðsynlegt sé að athuga það til hlítar hvort ekki sé hægt að leggja niður stimpilgjöld af farskipum til að greiða fyrir því að íslenskar útgerðir skrái skip sín hér á landi á ný.