Hvalveiðar

Mánudaginn 23. mars 1998, kl. 15:23:10 (4999)

1998-03-23 15:23:10# 122. lþ. 92.1 fundur 268#B hvalveiðar# (óundirbúin fsp.), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 122. lþ.

[15:23]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Þetta form er afar knappt og þess vegna fyrirgef ég hæstv. ráðherra að hann skuli ekki veita mér ítarlegri svör við spurningum mínum. Ég vil þó að lokum varpa fram einfaldri spurningu sem ég tel að hann ætti að geta svarað. Vegna þess að hér er verið að fjalla um ráðleg skref og hvað er mögulegt að gera þætti mér fróðlegt að heyra skoðun hans á því hvort hann telji að sú tillaga sem hér liggur fyrir og flutt er af átta stjórnarþingmönnum sé líkleg til að greiða fyrir pólitískri samstöðu í þinginu um málið.