Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 22:20:09 (5188)

1998-03-25 22:20:09# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, GMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[22:20]

Gunnlaugur M. Sigmundsson (andsvar):

Herra forseti. Ég get alveg tekið undir það með hv. þm. sem var í andsvari að það er langeðlilegast að útgerð og sjómenn leysi það sín á milli hvernig skip eru mönnuð. En ég trúi því ekki að tækniframfarir hafi ekki áhrif á það hvaða þörf sé fyrir mannskap á skipum. Við vitum, þar sem ég nefndi norska loðnuflotann, að mjög miklar tækniframfarir hafa orðið hjá þeim. Það hafa líka orðið miklar tækniframfarir í okkar flota án þess að ástæða hafi þótt til að fækka í mannskap á þeim skipum. Ég vil tengja þetta saman, þ.e. að tækniframfarir munu létta mönnum mjög starfið og hafa gert það og það þýðir þá líka að menn eiga að geta fækkað í mannskap á skipunum.