1998-03-31 20:02:47# 122. lþ. 100.10 fundur 614. mál: #A samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 1998# þál., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 122. lþ.

[20:02]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Sú þáltill. sem hér er á dagskrá um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu er m.a. fylgifiskur samningsins um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Samskipti okkar við Færeyinga á sviði fiskveiðimála hafa verið vinsamleg og mikil samstaða hefur verið um þau á Alþingi.

Ég vísa til athugasemda við þáltill. og legg til að málinu verði vísað til hv. utanrmn. að lokinni þessari umræðu.