Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 06. apríl 1998, kl. 14:11:38 (5371)

1998-04-06 14:11:38# 122. lþ. 101.91 fundur 293#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 122. lþ.

[14:11]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Utandagskrárumræða fer fram á þessum fundi eftir að atkvæðagreiðslur hafa farið fram um dagskrármál 2--8 að báðum meðtöldum. Þessi umræða er um kostnað Landsbankans við laxveiðar og rangar upplýsingar í svari ráðherra til Alþingis. Málshefjandi er hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir og hæstv. viðskrh. Finnur Ingólfsson verður til andsvara.