Atvinnuleysistryggingar

Þriðjudaginn 14. apríl 1998, kl. 19:03:54 (5487)

1998-04-14 19:03:54# 122. lþ. 103.7 fundur 654. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (geymsla áunnins réttar o.fl.) frv., 655. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# (geymsla áunnins réttar o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 122. lþ.

[19:03]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Við framsóknarmenn bentum á það fyrir síðustu kosningar að við teldum að fjölga þyrfti störfum á Íslandi um 12 þúsund til aldamóta. Nú eru allar líkur á að þau verði ekki bara 12 þúsund heldur a.m.k. 13 þúsund sem bætast við. Það er alveg ljóst að við þurfum að flytja inn fólk til þess að sinna hluta af þessum störfum. Nú þegar er vinnuaflsskortur víðast hvar um land, ekki eingöngu í karlastörfum heldur líka í kvennastörfum og í fjölbreyttum störfum. Það er ekki bara í fiski sem vantar fólk. Það eru ýmis önnur störf sem atvinnurekendur telja sig ekki geta mannað með innlendu vinnuafli.