Gjaldmiðill Íslands

Þriðjudaginn 14. apríl 1998, kl. 19:05:21 (5488)

1998-04-14 19:05:21# 122. lþ. 103.9 fundur 555. mál: #A gjaldmiðill Íslands# (lægsta mynteining) frv., Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 122. lþ.

[19:05]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 22/1968, um gjaldmiðil Íslands, með síðari breytingum.

Efh.- og viðskn. sem hefur gefið út þetta nefndarálit. Nefndin hefur fjallað um málið og sent það hefðbundnum umsagnaraðilum til umsagnar og fengið nokkrar ábendingar. Nefndin gerir tillögu um að frv. verði samþykkt með tveimur breytingum. Þær eru:

Við 1. gr. Í stað orðanna ,,fimmtíu aurum eða lægri fjárhæð sleppt, en fimmtíu og einn eyrir`` í 2. málsl. efnisgreinarinnar komi: lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar. Þetta er spurningin um það hvenær hækkað er upp og hvenær lækkað er niður.

Í öðru lagi er gerð sú tillaga að lögin taki gildi 1. janúar 1999 en ekki við samþykkt frv.

Undir þetta nefndarálit ritar öll efh.- og viðskn. fyrir utan Sólveigu Pétursdóttur sem var fjarverandi afgreiðslu málsins.