Skýrsla viðskiptaráðherra um málefni Landsbanka Íslands

Miðvikudaginn 15. apríl 1998, kl. 17:01:58 (5510)

1998-04-15 17:01:58# 122. lþ. 104.11 fundur 304#B skýrsla viðskiptaráðherra um málefni Landsbanka Íslands# (munnl. skýrsla), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 122. lþ.

[17:01]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en umræðan hefst vill forseti taka fram að samkomulag er milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar. Ráðherra hefur 15 mínútur til framsögu og 5 mínútur við lok umræðunnar. Talsmenn þingflokka, annarra en þingflokks ráðherra, hafa 10 mínútur í fyrra sinn og 3 mínútur í síðara sinn. Aðrir þingmenn og ráðherrar 3 mínútur í fyrra og síðara sinn. Gert er ráð fyrir að umræðan standi í allt að tvær klukkustundir.