Loftferðir

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 16:41:53 (5637)

1998-04-21 16:41:53# 122. lþ. 108.5 fundur 201. mál: #A loftferðir# (heildarlög) frv. 60/1998, Frsm. meiri hluta EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[16:41]

Frsm. meiri hluta samgn. (Einar K. Guðfinnsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara svo það liggi alveg fyrir að ég taldi ekkert óeðlilegt við það að hv. þm. spyrði mig eftir því hvað fyrir samgn. vekti í þessu máli.

Eins og ég sagði áðan er um að ræða mjög stórt og þýðingarmikið mál sem við erum vonandi að leiða til lykta. Það er hárrétt hjá hv. þm. að þessi mál þurfa að vera mjög ljós og þess vegna var ágætis tilefni til að fara efnislega yfir þennan þátt málsins. Ég ræddi um ýmislegt annað við 2. umr. jafnframt eins og hv. þm. er kunnugt. Ég man að hv. þm. sat yfir þeirri umræðu allri og fyrir það ber að þakka en að öðru leyti vil ég bara segja að ég tel að það hafi verið ágætt að við höfum tækifæri til þess að fjalla um þessi mál efnislega því að hér er um að ræða mjög stórt og viðamikið mál.