Bæjanöfn

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 20:05:09 (5676)

1998-04-21 20:05:09# 122. lþ. 108.8 fundur 164. mál: #A bæjanöfn# (örnefnanefnd) frv. 40/1998, Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[20:05]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil ósköp vel þær áhyggjur sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson er að viðra hérna en ég tel að menntmn. hafi skoðað málið mjög vandlega og lagt í það töluverða vinnu. Ég verð að viðurkenna að ég býst við því að það verði aldrei hægt að koma í veg fyrir að ef einhverjum dytti í hug að gefa út landakort mundi viðkomandi gera það. Það hefur ekki hingað til verið neitt í lögum sem bannar að það væri gert.