Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 22:30:37 (5864)

1998-04-28 22:30:37# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[22:30]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagðist vera talsmaður þess að einn maður hefði eitt atkvæði. Nú ætlar hv. þm. að styðja það að 95% þjóðarinnar hafi fjögur atkvæði en 5% hafi tólf. Þetta fer auðvitað ekki saman.

Mér finnst nokkuð athyglisvert að hv. þm. svarar því ekki, sem er mjög mikilvægt fyrir ýmsa þingmenn sem ég held að séu nú óráðnir í afstöðu sinni, eftir að þetta frv. hefur verið lagt fram, hvort hún sem varaformaður félmn. muni beita sér fyrir því að frv. verði skoðað milli 1. og 3. umr. Þetta frv. hefur auðvitað mikilvæg áhrif á það hvernig skipulaginu á miðhálendinu verður háttað, miðað við hvernig nefndin á að vera samansett, miðað við aðkomu hennar að svæðisskipulaginu og nánast enga aðkomu að aðalskipulaginu. Mun hún beita sér fyrir því að þetta mál verði skoðað milli 2. og 3. umr. í félmn.?