Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 23:18:23 (5977)

1998-04-29 23:18:23# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., LB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[23:18]

Lúðvík Bergvinsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki setið lengi á þingi, hef ekki langa þingreynslu og þekki kannski ekki mikið til erlendra þjóðþinga og hvernig málum er fyrir komið þar. En mig langar að beina því til hæstv. forseta, sem er mjög þingreyndur maður sem hefur ferðast víða og kynnt sér hvernig málum er háttað í erlendum þjóðþingum, hvort algengt sé að mál séu þar rædd eftir miðnætti. Ég held að það væri mjög æskilegt að fá það fram, virðulegi forseti, hvort vinnutími þingmanna hér á landi sé miklum mun lengri en annars staðar. Ég held það væri mjög æskilegt að hæstv. forseti upplýsi um það og hvort það sé algengt að menn ræði jafnmikilvæg mál og hálendismálin eftir miðnætti og hvort fordæmi séu um það í erlendum þjóðþingum. Ég held að það væri mjög mikilvægt að það kæmi fram í umræðunni því að eins og fram hefur komið er orðið mjög kvöldsett og kannski orðið það framorðið að sumir hverjir eigi e.t.v. erfitt með að einbeita sér að því máli sem er til umræðu.

Því tel ég að það væri mjög æskilegt, virðulegi forseti, að það fari að koma skýrt fram af forsetastóli hversu lengi áfram við ætlum að ræða þetta mál í kvöld.