Tillaga um dagskrá næsta fundar

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 10:50:00 (6013)

1998-04-30 10:50:00# 122. lþ. 115.91 fundur 331#B tillaga um dagskrá næsta fundar#, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[10:50]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Eins og áður hefur komið skýrt fram í umræðu um sveitarstjórnarfrv. hefur stuðningur minn við frv. verið bundinn mjög ákveðnum skilyrðum. Til að ég geti samþykkt að landinu yrði öllu skipt á milli sveitarfélaga í stjórnsýslueiningar sem er málamiðlun af minni hálfu --- og á það legg ég áherslu að er málamiðlun af minni hálfu --- þá var það og er algert grundvallaratriði að rækilega yrði tryggt að miðhálendið yrði eitt skipulagssvæði með höfuðáherslu á umhverfisvernd. Þetta yrði gert með breytingu á skipulagslögum og upp á þetta var boðið og því var heitið af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Nú er að koma í ljós í þessari atkvæðagreiðslu að það á að svíkja þetta samkomulag og þar með er grundvöllur undir stuðningi mínum við sveitarstjórnarfrv. brostinn. Ég segi já.