Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:55:41 (6048)

1998-04-30 11:55:41# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:55]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Af ræðu hv. þm. mátti ætla að hann teldi að einu athugasemdirnar sem hefðu komið fram í sambandi við aðild sveitarfélaganna að málunum sé hæfi þeirra eða vanhæfi til að sinna skipulagsmálunum en það er ekki eina atriðið. Menn hafa bent á að þessum sveitarfélögum, sem mörg hver eru mjög fámenn og hafa sum ekki mikið fleiri en 100 íbúa, sé m.a. ætlað að annast almannavarnir á svæðinu, mengunar- og heilbrigðiseftirlit, byggingareftirlit, löggæslu að nokkru marki, gróðurvernd, beitarstjórnun og fleira. Ég vil leyfa mér að spyrja hv. þm. hvort hann telji að þessi fámennu sveitarfélög, sem ráða yfir mjög takmörkuðu fjármagni og eru með kannski 100 íbúa eða lítið fleiri, ráði við þessi veigamiklu verkefni sem hér er verið að ræða um.