Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:13:00 (6335)

1998-05-08 14:13:00# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:13]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Frv. þetta til sveitarstjórnarlaga hefur fengið bæði langa og ítarlega umræðu, bæði í þinginu og úti í þjóðfélaginu. Hér er verið að leysa úr stjórnsýslulegri óreiðu sem ríkt hefur á miðhálendinu fram að þessu. Jafnframt er tryggt í þjóðlendufrv. og með breytingu á skipulagslögum að fulltrúar frá öllum landshlutum og þar með almenningi geti haft áhrif á nýtingu og framtíð skipulags á þeirri náttúruperlu sem miðhálendið er og er okkur öllum kært og því greiði ég atkvæði á móti þessari frávísun.