Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:31:12 (6349)

1998-05-08 14:31:12# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:31]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Með því að skipta hálendinu upp í tertusneiðar eins og 1. gr. frv. gerir ráð fyrir er verið að færa þeim sveitarfélögum sem land eiga að hálendinu neitunarvald um það mikilvæga atriði að komið verði á heildarsvæðisskipulagi á hálendi Íslands. Hættan er m.a. sú að ekki takist til frambúðar að marka skynsamlega nýtingarstefnu fyrir hálendið. Því er það skoðun mín og fleiri, a.m.k. í þingflokki jafnaðarmanna, að hér sé boðið upp á skipulagsslys. Það er því ekki hægt annað, virðulegi forseti, en að segja nei við því ákvæði sem hér er borið upp til atkvæða.