Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:38:23 (6354)

1998-05-08 14:38:23# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, ÁMM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:38]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Hér er um erfitt mál að ræða. Ég tel þó skynsamlegra að í lögum séu ákvæði um sveitarstjórnir fremur en að ekkert sé kveðið á um málið. Ég mun því styðja brtt. Ég hefði hins vegar talið að hún mætti vera skýrari, sérstaklega varðandi orðalagið ,,eðlilegan afrakstur`` og vildi beina því til hv. nefndar að hún skoðaði þetta atriði milli 2. og 3. umr. Ég segi já.