Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:39:02 (6355)

1998-05-08 14:39:02# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:39]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Árna M. Mathiesen, að ástæða sé til þess að skoða sérstaklega þetta orðalag í 7. gr. um eðlilegan afrakstur. Ég vil fara fram á það við forseta að milli 2. og 3. umr. verði frv. tekið til sérstakrar skoðunar og sérstaklega verði fengnir til viðtals við nefndina fulltrúar frá Reykjavíkurborg, veitustofnunum Reykjavíkur og fleiri ef á þarf að halda. Ég beini þessum tilmælum til formanns nefndarinnar, herra forseti.