Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 17:49:37 (6507)

1998-05-12 17:49:37# 122. lþ. 125.2 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, Frsm. meiri hluta StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[17:49]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þyrfti í sjálfu sér ekki að koma hér upp en aðeins til þess að fyrirbyggja allan misskilning og kannski til að gleðja eitthvað aðeins geð hv. þm. vil ég segja honum að það vefst ekkert fyrir mér að svara því máli sem hér er spurt um. En málið er miklu stærra og yfirgripsmeira en að um það verði rætt úr þessari pontu í einhverjum símskeytastíl. Það þarf lengri tíma (Gripið fram í.) Hvað segir ritstjórinn? (Gripið fram í: Þekkir þingmaðurinn ekki málið?) Jú. Ég sé það nú að hv. þm. Össur Skarphéðinsson hefur ekki fylgst með því að ég sé að hann hefur verið að skrifa ritstjórnargreinina en honum hefði verið nær að eyða tímanum í eitthvað annað en það, virðulegi forseti. (Gripið fram í.)

(Forseti (GÁS): Forseti vekur athygli á því að hér er um að ræða andsvar milli hv. 4. þm. Austurl. og hv. 3. þm. Norðurl. v.)