Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 11:15:12 (6548)

1998-05-13 11:15:12# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SvG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[11:15]

Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég fer fram á að atkvæðagreiðslunni verði frestað þangað til iðnrh. getur verið hérna. Ég mótmæli því að atkvæðagreiðslan haldi áfram með þessum hætti og óska eftir því að þegar í stað verði haldinn fundur um málið og atkvæðagreiðslunni verði frestað. Það er engin hemja að fyrirsvarsmaður málsins skuli vera fjarverandi og geti þar af leiðandi ekki heyrt þær atkvæðaskýringar og ábendingar sem fram koma í málinu af hálfu stjórnarandstöðunnar. Það sýnir þvílíkan dónaskap gagnvart stjórnarandstöðunni og þinginu sjálfu að það er algerlega útilokað að líða þessi vinnubrögð. Ég óska því eftir að atkvæðagreiðslunni verði frestað.