1998-05-15 00:41:14# 122. lþ. 127.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 122. lþ.

[24:41]

Rannveig Guðmundsdóttir (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef fullan skilning á ákefð forseta að halda áfram umræðunni. Hún hefur nú staðið frá kl. 10.30 í morgun en eins og fram hefur komið hófust nefndafundir kl. 8.15 í morgun og nokkrir þeirra sem eru í húsinu sátu þá nefndafundi. Ég minni á að fyrir tveimur kvöldum um þetta leyti var vakin athygli forseta á því að næsta morgun væri búið að boða fund í félmn. kl. 8.15 og það gæti ekki gengið að halda áfram fram eftir nóttu við þær aðstæður. Það var engu að síður gert og lýst yfir af forsetastóli að fundi í félmn. yrði aflýst. Það var ekki gert og við sem vorum hér mættum til fundar næsta morgun klukkan átta. Það er ekkert hægt að leika sér með þessi ákveðnu mörk. Það er búið að setja lög á Alþingi, reyndar um ellefu tíma hvíldartíma, fyrir alla landsmenn, átta stundir við sérstakar aðstæður ef á að bjarga verðmætum, ef ég man rétt. Við höfum fylgt þeim mörkum. Við erum komin að þeim. Við vorum á fundi klukkan átta í morgun og það er mál að linni, virðulegi forseti.