Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:19:03 (6720)

1998-05-18 12:19:03# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:19]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Með þessari brtt. er undirstrikað að hinn nýi Íbúðalánasjóður á að vera sjálfbær stofnun og að ekki er reiknað með framlögum úr ríkissjóði til hans. Þar með er stigið eitt skrefið í þá átt að afnema félagslega aðstoð í húsnæðiskerfinu. Ekkert liggur fyrir um hvaða áhrif þessi breyting muni hafa á fjármagnsmarkaðinn og verðbréfamarkaðinn og m.a. vakti Vinnuveitendasambandið sérstaka athygli á því að ekkert slíkt mat liggur fyrir. Á þessu verður ríkisstjórnin að bera ábyrgð, herra forseti, og ég greiði ekki atkvæði.