Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:31:37 (6731)

1998-05-18 12:31:37# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:31]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Viðbótarlánin eiga að bera markaðsvexti. Einstaklingar eru sviptir rétti til viðbótarlána ef sveitarfélögin greiða ekki 5% framlag í varasjóð. Viðbótarlánin munu skapa nýtt biðraðakerfi. Hægt er að skilyrða þau næstu tvö árin, því að fólk hafi ekki frelsi til að kaupa sér íbúð heldur verði að kaupa innlausnaríbúðir hjá sveitarfélögum.

Ég óska sjálfstæðismönnum til hamingju með það að hafa dregið Framsfl. á asnaeyrunum inn á stefnu sína í húsnæðismálum.