Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:52:47 (6742)

1998-05-18 12:52:47# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:52]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari brtt. en vil auk þess vekja athygli meiri hlutans í félmn. á því að hér er gert ráð fyrir því, herra forseti, að viðbótarlánin verði að fullu verðtryggð. Ég tel að andi þessarar lagagreinar stríði gegn öðru frv. sem liggur hér fyrir um dráttarvexti og fleira og hefur verið til meðferðar í hv. efh.- og viðskn.

Í allri vinsemd, þó að ég eigi ekki von á að því verði vel tekið, þá fer ég fram á það við þingmenn meiri hlutans í félmn. að þeir athugi milli 2. og 3. umr. hvort þeirri verðtryggingarkeyrslu sem er í 1. mgr. verði ekki breytt. Við erum eins og kunnugt er að reyna að feta okkur út úr þessum verðtryggingarmálum hægt og bítandi og það er algerlega óeðlilegt að negla greinina eins og hér er gert.