Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:12:04 (6749)

1998-05-18 13:12:04# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:12]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hæstv. félmrh. fær hér opna heimild til að hækka framlög sveitarfélaga í varasjóð að vild að fenginni umsögn Seðlabanka en ekki sveitarfélaganna sjálfra. Framlag í varasjóð á m.a. að nota til þess að greiða niður skuldir sveitarfélaga þannig að sveitarfélög sem staðið hafa sig vel í uppbyggingu félagslegra íbúða greiða niður skuldir sveitarfélaga sem hafa staðið sig illa. Ég spái því að þetta ákvæði verði í nánustu framtíð bitbein í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.