Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:17:00 (6753)

1998-05-18 13:17:00# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:17]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér skýtur aftur upp kollinum enn ein gjaldtakan. Enn er kostnaður fólks aukinn í formi ýmiss konar gjaldtöku sem þessi stjórn Íbúðalánasjóðs á að ákveða. Þessi sjóður á að standa undir sér sjálfur með kostnaði, vöxtum og gjaldtöku. Hér getur verið um að ræða 70--100 þús. kr. meiri kostnað en kaupendur hafa þurft að bera og ég segi auðvitað nei við því.