Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:38:22 (6763)

1998-05-18 13:38:22# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:38]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég vek athygli á því að hér er aðeins gert ráð fyrir því að næstu tvö árin verði vextir á leiguíbúðum niðurgreiddir. Í það stefnir að eftir það muni vextir af leiguíbúðum verða markaðsvextir og þá er auðvitað sýnt að lítið verður um að sveitarfélögin geti yfirleitt byggt leiguíbúðir. Áætla má að núna séu 1.000--1.500 manns á biðlista eftir leiguíbúðum. Þetta frv. felur í sér að á hverju ári muni 600 manns bætast við þá biðlista og einungis er gert ráð fyrir framlagi til 50 leiguíbúða á næstu tveimur árum og niðurstaðan hvað verður um framhaldið á ekki að ráðast fyrr en árið 2000. Það öryggisleysi sem fátæku fólki er nú búið í húsnæðismálum er óþolandi og óverjandi og ríkisstjórninni til háborinnar skammar.