Sveitarstjórnarlög

Mánudaginn 25. maí 1998, kl. 18:49:07 (6861)

1998-05-25 18:49:07# 122. lþ. 132.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 122. lþ.

[18:49]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Þessi gerningur er gerður áður en lög um þjóðlendur og ný sveitarstjórnarlög taka gildi og hann samrýmist alls ekki með nokkru móti því skipulagi sem við erum að koma upp, bara ekki með nokkru móti. Forsrh. fer með hlutverk eiganda að þjóðlendum og mannvirkjagerð verður engin leyfð eða leigusamningar eða því um líkt fyrir utan kannski hefðbundin beitarafnot --- ég skal ekki segja um það --- öðruvísi en með vitund forsrh.

Það hefur enginn rétt til að gera svona samning um þjóðlendur. Náttúruverndarlög tryggja frjálsa för fólks, umferðarréttur og almannaréttur á að vera tryggður í þeim lögum. Það er náttúrlega fjarri lagi að telja það einkalóð ef þarna er um þjóðlendu að ræða.