Greinargerðir um málefni Landsbankans og Lindar hf.

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 11:14:51 (6887)

1998-05-26 11:14:51# 122. lþ. 133.93 fundur 410#B greinargerðir um málefni Landsbankans og Lindar hf.# (um fundarstjórn), Flm. JóhS
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[11:14]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég þakka forseta fyrir. Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því, herra forseti, að forseti getur ekki óskað eftir því að ráðherra svari spurningum sem til hans er beint úr ræðustól eins og ég gerði og sem ráðherrann kaus að svara ekki. Því beini ég því formlega til forseta þingsins að forsn. óski eftir því við hæstv. viðskrh. að hann beiti sér fyrir því að greinargerð sú sem bankaráð hefur undir höndum frá því í janúar 1996 verði lögð fyrir þingið.