Búnaðarlög

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:57:40 (7081)

1998-05-28 10:57:40# 122. lþ. 135.9 fundur 368. mál: #A búnaðarlög# (heildarlög) frv. 70/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:57]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Samkvæmt þessari grein er ekki lengur gert ráð fyrir að stuðningur við landbúnaðinn á sviði jarðabóta, búfjárræktar, leiðbeiningarstarfsemi og atvinnuuppbyggingar í sveitum sé lögbundinn heldur verður hann háður samningum sem eru gerðir til fimm ára í senn og endurskoðanlegir annað hvert ár. Ég tel að þetta stefni stuðningi hins opinbera við landbúnaðinn og þær framkvæmdir sem til framfara horfa í þeirri grein í mikla tvísýnu og vil því ekki greiða þessari grein atkvæði mitt.