Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 14:50:53 (7221)

1998-06-02 14:50:53# 122. lþ. 140.1 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál. 18/122, ÁJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[14:50]

Árni Johnsen:

Virðulegi forseti. Í flugmálaáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til Reykjavíkurflugvallar á nokkurra ára bili. Það er ljóst að endurbygging Reykjavíkurflugvallar kostar um 1,5 milljarða kr. Menn vita væntanlega að áform eru uppi um að gera það í einum áfanga og byrja á því verki næsta ár. Það hefur tafið undirbúning málsins að borgaryfirvöld hafa dregið lappirnar í að ljúka skipulagningu gagnvart Reykjavíkurflugvelli og framtíðarstöðu hans og svör hafa ekki fengist til Flugmálastjórnar um það mál og á því stendur til þess að hægt sé að gera endanlega hönnun á enduruppbyggingu Reykjavíkurflugvallar. Svona stendur málið og lá síðast fyrir á flugráðsfundi í morgun. Ég segi já.