Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 14:52:41 (7223)

1998-06-02 14:52:41# 122. lþ. 140.1 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál. 18/122, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[14:52]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Hér er um smánarlegt framlag að ræða til brýnnar framkvæmdar og það er með ólíkindum að sérfræðingur Sjálfstfl. í flugmálum skuli koma hér og reyni að skjóta sér undan ábyrgð í málinu og bera hana á borgaryfirvöld. Það er fjarri öllu lagi en sýnir hina veiku málefnalegu stöðu ríkisstjórnarmeirihlutans í þessu máli. Auðvitað hefði hæstv. ráðherra og hv. þingmeirihluta verið í lófa lagið að leggja til myndarlegt fjármagn þó ekki hefði tekist að koma því öllu í lóg á svipstundu til að sýna raunverulegan vilja sinn. Viljann vantar og ég lýsi yfir fullri ábyrgð á hendur hæstv. samgrh., á Sjálfstfl. og Framsfl. í framkomu sinni gagnvart Reykvíkingum og landsmönnum öllum í þessu máli.