Allsherjarnefnd, 9 manna

Fimmtudaginn 02. október 1997, kl. 14:06:36 (13)

1997-10-02 14:06:36# 122. lþ. 1.2 fundur 7#B kosning í fastanefndir skv. 13. gr. þingskapa:#, 8#B allsherjarnefnd, 9 manna#, 9#B efnahags- og viðskiptanefnd, 9 manna#, 10#B félagsmálanefnd, 9 manna#, 11#B fjárlaganefnd, 11 manna#, 12#B heilbr.- og trygginganefnd, 9 manna#, 13#B iðnaðarnefnd, 9 manna#, 14#B landbúnaðarnefnd, 9 manna#, 15#B menntamálanefnd, 9 manna#, 16#B samgöngunefnd, 9 manna#, 17#B sjávarútvegsnefnd, 9 manna#, 18#B umhverfisnefnd, 9 manna#, 19#B utanríkismálanefnd, 9 manna og 9 varamanna#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur

[14:06]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill geta þess að eins og venja er mun forseti láta undirbúa töflu með fundatíma fastanefnda og er það ætlun forseta að henni verði dreift í hólf þingmanna á morgun. Reglulegir nefndafundir hefjast svo í næstu viku með formanns- og varaformannskjöri í nefndunum. Það er ósk forseta að allar nefndir ljúki kjöri embættismanna í næstu viku.