Meðferð einkamála

Mánudaginn 06. október 1997, kl. 16:30:14 (74)

1997-10-06 16:30:14# 122. lþ. 3.7 fundur 21. mál: #A meðferð einkamála# (gjafsókn) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur

[16:30]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svör hv. þm. við þeim fyrirspurnum sem ég lagði fram, en hugleiðingum mínum um hvort þetta leiddi hugsanlega til fækkunar er ekki hægt að biðja hv. þm. um að svara vegna þess að þróunin mun leiða það í ljós.

Hitt vildi ég aðeins nefna, þ.e. hvenær menn teljist ógjaldfærir og vildi svona varpa þeirri hugmynd inn í þá umræðu að frv. yrði breytt í þá veru, þ.e. þegar fyrir lægi árangurslaust fjárnám þannig að menn þyrftu ekki að velkjast í neinum vafa um hvað hér væri átt við.

Að öðru leyti vil ég enn og aftur taka undir þetta mál og legg til að þingnefnd skoði þetta mjög vel því ég held að þetta sé vissulega réttlætismál þegar menn sem vinna mál í tilvikum þar sem gjafsókn hefur veitt þurfa hugsanlega að sitja uppi með málskostnað. Ég held að þetta sé mikið réttlætismál og hvet þingnefnd endilega til þess að skoða það með jákvæðu hugarfari.