Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 15:23:43 (159)

1997-10-08 15:23:43# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[15:23]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg á mörkunum að ég trúi því að sá vandvirki og ágæti fjmrh. sem hér stendur geti ekki svarað því hvað hann ætlar að fá út úr þessari sölu. Hann var því miður í símanum áðan þegar ég var að rekja þetta dæmi, hvernig þessi sala gæfi ríkinu nákvæmlega ekki neitt. Ég mun sýna honum það í rólegheitum hér á eftir. En menn hljóta að hafa gert sér grein fyrir því þegar þeir tóku ákvörðun um að selja einstök fyrirtæki eða hlutabréf hvað þau ættu að gefa ríkissjóði. Hafi menn ekki gert það þá er þetta nú eiginlega frekar spurning um trúarbrögð heldur en skynsemi.