Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 20:49:37 (224)

1997-10-08 20:49:37# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[20:49]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Greinilegt er að hæstv. ráðherra lætur lækna taka völdin af sér þegar hún tekur ákvarðanir eins og varðandi fyrsta liðinn. En það var ekki komið að því að hæstv. ráðherra svaraði þessu með aukin þjónustugjöld og álögur á þá sem eru í endurhæfingu. (Gripið fram í: Hún vissi ekki af því, vissi ekki af því.) Kannski hefur það komið henni í opna skjöldu að farið væri að rukka fólk sem er eftir sig eftir áföll eins og að missa málið eftir hjartaáföll eða heilablóðfall. Þar komu þjónustugjöldin af fullum þunga 1. september í góðærinu.