Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 20:50:22 (225)

1997-10-08 20:50:22# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[20:50]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hélt að hv. þm. vissi að það er verið að auka talþjálfun og það er verið að auka iðjuþjálfun (Gripið fram í.) og það er verið að auka ... (Gripið fram í.) Nei, ríkið er að auka kostnað sinn varðandi talþjálfun og iðjuþjálfun. (Gripið fram í: Nei.)

(Forseti (GÁ): Forseti biður þingmenn að hafa hljóð í salnum. Þetta er stuttur tími sem ráðherrar og þingmenn hafa til svara. Það verður að vera friður.)

Varðandi sjúkraþjálfun veit ég að hv. þm. veit að það var ekki réttlátt kerfi. Margir borguðu 40% á meðan aðrir borguðu ekki neitt. Nú fá fleiri endurgreitt en var áður. En það er hárrétt að þeir sem fengu kannski 100 skipti án þess að borga eina krónu þeir borga hluta núna. En ég held að menn séu almennt sammála um að við séum að tala um miklu réttlátara kerfi. (ÁRJ: Því miður hefur misskiptingin aukist.)

(Forseti (GÁ): Það er nú svo á hinu háa Alþingi að ræðustóllinn er það form sem við notum hér til að tala saman í.)