Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 21:00:05 (233)

1997-10-08 21:00:05# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[21:00]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á hverju einasta ári síðustu tíu ár hefur rekstur stóru sjúkrahúsanna á Reykjavíkursvæðinu verið endurskoðaður um mitt ár og undanfarin tvö ár hefur þriggja manna nefnd verið starfandi til að halda utan um rekstur þessara sjúkrahúsa, einn frá borgarstjórn, einn frá fjmrn. og einn frá heilbrrn. Og þessi þriggja manna stjórn sem hefur unnið með stjórn sjúkrahúsanna hefur fylgst frá mánuði til mánaðar með rekstrinum og það er þess vegna sem við höfum haft tækifæri til að auka fjármagnið, vegna þess að menn hafa verið með fingurinn á púlsinum.

Mér finnst formaður hv. heilbr.- og trn. kannski fara nokkuð offari (ÖS: Lesa þetta plagg.) og ég vænti þess að það verði meiri ró yfir honum þegar við förum að vinna saman að framfaramálum á næsta ári.