Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 21:29:15 (242)

1997-10-08 21:29:15# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[21:29]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Það mál vel vera, hæstv. forseti, að fjárþörf til Asíuferða víki ekki frá okkur. En sú staðreynd víkur heldur ekki frá okkur að samkvæmt athugunum sem gerðar hafa verið hefur um fimmtungur þeirra fjölskyldna sem býr við ráðstöfunartekjur undir 230 þús. kr. á mánuði ekki efni á því að nýta sér tannlæknaþjónustu. Þetta hefur komið fram í athugun sem var gerð á vegum landlæknisembættisins.

En á meðal annarra orða, hæstv. forseti, hefur þessi fluga einhvern sérstakan áhuga á núverandi ræðumanni? (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Hún hafði engan áhuga á formanni fjárln.) Já, hún hefur sérstakan áhuga á þessum ræðumanni.

Inntakið í mínum málflutningi voru pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar. Það hefur komið fram að á sama tíma og hún eykur útgjöld til utanrrn. um fjórðung úr milljarði að raungildi, þá er hún ekki tilbúin að hlaupa undir bagga með þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki hafa efni á því að nýta sér heilbrigðisþjónustuna á Íslandi.