Stefnan í heilbrigðismálum

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 12:02:52 (554)

1997-10-16 12:02:52# 122. lþ. 11.93 fundur 55#B stefnan í heilbrigðismálum# (umræður utan dagskrár), LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[12:02]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka svar hv. 8. þm. Reykn. Ég nefndi hvergi markaðslögmál heilbrigðismálanna. Ég held að þó væri ágætt að minnast á það vegna þess að markaðurinn er ekkert af hinu verra. Hins vegar minntist ég sérstaklega á sveigjanleika, viðbragðsflýti og aukið valfrelsi og samkeppni sem er ekki síður það sem við erum að leita að innan heilbrigðisþjónustunnar og með samkeppni meina ég metnað. Ég hef ekki hingað til skilið að Íslendingar teldu metnað vera annað en af hinu góða.