Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 04. nóvember 1997, kl. 15:41:20 (928)

1997-11-04 15:41:20# 122. lþ. 18.7 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur

[15:41]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Það er nú nýtt fyrir mér ef hægt er að skamma mig fyrir að verk skuli ekki boðið út sem ekki er tilbúið til útboðs. Málið hefur ekki verið afgreitt í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar. Það er kjarni málsins.

Ég vil í annan stað segja að ef hv. þm. er þeirrar skoðunar sem hann lýsti hér varðandi ástand flugvallarins, þá held ég að óhjákvæmilegt sé að það mál sé athugað nánar. Hv. þm. á sæti í flugráði og ég hygg að óhjákvæmilegt sé að við athugum það mál nánar og eigum samræður um það og hann skýri viðhorf sín betur en rétt er að gera hér við þetta tækifæri.