Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 06. nóvember 1997, kl. 15:00:55 (1065)

1997-11-06 15:00:55# 122. lþ. 21.1 fundur 81#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur

[15:00]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Út af fyrirspurn hv. þm. Kristjáns Pálssonar þá var samningnum við Flugleiðir sagt upp. Hins vegar er ágreiningur um það milli ráðuneytisins og Flugleiða hvort sú uppsögn hafi komið á réttu augnabliki. Viðræður hafa átt sér stað milli ráðuneytisins og Flugleiða þannig að ég vænti þess að sá ágreiningur komi ekki að sök og hægt verði að leysa málið með samningum.

Umsókn Suðurflugs hefur verið tekin til jákvæðrar umfjöllunar í ráðuneytinu og ég vænti þess að þegar þessum viðræðum er lokið, sem ég vonast til að verði eftir ekki langan tíma miðað við það að leysa þessi mál fyrir áramót, þá verði hægt að svara þessari umsókn Suðurflugs með jákvæðum hætti. Sannleikurinn er sá að það er nægilegt rúm fyrir alla aðila á þessu svæði. Suðurflug er á engan hátt fyrir öðrum þeim aðilum sem þarna eru í rekstri og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að gefa þeim það athafnafrelsi sem þeim er nauðsynlegt í sinni uppbyggingu.