Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 06. nóvember 1997, kl. 15:54:25 (1078)

1997-11-06 15:54:25# 122. lþ. 21.1 fundur 81#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur

[15:54]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Til þess að eyða misskilningi þá var þeim orðum mínum, að það þyrfti að vinna markvissara að þeim málum sem við störfum að á alþjóðlegum vettvangi, ekki beint að utanrrn. Ég er þess ekki umkominn að setja fram gagnrýni á utanrrn. Mér er ekki nógu kunnugt um það starf sem þar fer fram og ég dreg ekki í efa að þar sé unnið samkvæmt ströngustu forgangröðun. Mitt mál beindist frekar að því að kalla fram þá reynslu sem ég hef haft af alþjóðlegu samstarfi þingmanna og benda á að ég tel að við getum náð meiri árangri ef við skipulegðum þetta betur, hefðum starfið formlegra og sköpuðum okkur ákveðin áherslusvið sem við teldum okkur skylt að sinna umfram önnur mál. Og ég taldi að reynsla mín af samstarfi við framkvæmdarvaldið á þessu sviði sýndi að það væri hægt að ná árangri þarna.