Loftslagsbreytingar

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 18:34:54 (1308)

1997-11-17 18:34:54# 122. lþ. 26.8 fundur 180. mál: #A loftslagsbreytingar# skýrsl, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[18:34]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það varpi einna bestu ljósi á það hve fullyrðing hv. þm. um tilgang orkusáttmála Evrópu eða hve skilningur hans er í raun og veru takmarkaður að gassölufyrirtæki í Vestur-Evrópu óttast fátt eins mikið og hvaða áhrif orkusamningur Evrópu muni hafa á gasiðnaðinn í Vestur-Evrópu og þau fyrirtæki sem þar starfa vegna þess hve rússneska fyrirtækið Gasprom hefur yfirgnæfandi sterka stöðu á þessum markaði ef tekst að búa til heildarorkumarkað fyrir Evrópuríkin. Hagsmunir Vestur-Evrópuríkjanna eru því ekki eins augljósir á öllum sviðum þessa samnings og hv. þm. vildi vera láta.